Keppa við Evrópubúa í iðn- og verkgreinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2023 16:03 Íslendingarnir sem fóru til Gdansk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra. Ellefu Íslendingar taka nú þátt í Euroskills, sem er Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi þessa dagana. Mótið er haldið annað hvert ár en aldrei hafa fleiri Íslendingar tekið þátt. Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn. Íslendingar erlendis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn.
Íslendingar erlendis Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira