Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2023 07:00 Alexander Petersson leikur með Val í Olís-deildinni í vetur. Vísir Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira