Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. september 2023 12:32 Nýliðinn Jón Jónsson gengur til liðs við þaulreynda uppistandara. aðsend Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“ Grín og gaman Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“
Grín og gaman Uppistand Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira