Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.
Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað.
Og við fjöllum áfram um hvalveiðar. Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar.
Þá sýnum við magnaðar myndir frá byggingu geimflaugar úr Stjörnustríði í Laugardalshöll í dag, Magnús Hlynur kíkir í réttir og við verðum í beinni frá landsliðsstemningu á Ölveri. Landsleikur Íslands og Lúxemborgar verður einnig fyrirferðarmikill í sportpakkanum - okkar maður Stefán Árni verður í beinni frá Lúxemborg. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.