Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag sem mætti Piteå á heimavelli. Emelía Óskarsdóttir byrjaði á varamannabekk liðsins en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari.
Hlín var heldur betur í stuði í dag. Hún skoraði þriðja mark Kristianstad í 4-2 sigri auk þess að leggja upp tvö til viðbótar. Emelía kom inn af bekknum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir.
Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar eftir sigurinn.
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir var í byrjunarliði Örebro sem vann öruggan 4-0 sigur á Kalmar á heimavelli. Bergþóra Sól er nýgengin til liðs við Örebro frá Breiðablik og var þetta fyrsti leikur hennar fyrir félagið.
Hún lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Örebro er í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en sigurinn var gríðarlega mikilvægur í fallbaráttunni.