Norðmaðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2023 13:47 Frystikistan sem maðurinn geymdi konuna í. Åklagarmyndigheten Norskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í Svíþjóð. Hann geymdi lík sambýliskonu sinnar í frysti á sveitabæ sínum í fimm ár. Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í 3,5 hálfs árs fangelsi fyrir að vanhelga líkamsleifar, að brjóta á reglum um greftrun, skjalafals og fjársvik. Maðurinn geymdi lík látinnar sambýliskonu sinnar í frystikistu á sveitabæ sínum í Svíþjóð í um fimm ár, færði ýmsar eignir hennar yfir á sig og innheimti bætur í hennar nafni í fimm ár. Auk þess að sitja í fangelsi hefur honum því verið gert að greiða NAV, sem er norska velferðar- og vinnumálastofnunin, 1,5 milljón norskra króna til baka. Það samsvara um tæpum 19 milljónum íslenskum króna. Maðurinn var upprunalega kærður fyrir manndráp en nákvæm dánarorsök fannst ekki við krufningu og var sú kæra því látin falla niður. Í ágúst var hann svo fundinn sakhæfur og í kjölfarið dæmdur til fangelsisvistar. Við yfirheyrslu sagði maðurinn að hann hefði lofað konunni sinni að jarða hana á sama stað og hundurinn þeirra, Loki, var jarðaður. Hann hafi þannig ætlað að geyma hana í frystinum þar til að vori en að hann svo aldrei lokið verkinu vegna ýmissa vandamála, tengdum geðheilsu hans og misnotkun á áfengi. „Ég missti stjórnina og hugsaði bara um hana. Ég jarðaði hana aldrei og hún var bara áfram í frystinum,“ sagði maðurinn. Haft er eftir lögmanni mannsins í frétt VG að hann telji refsinguna of háa, en ekki er ljóst hvort hann ætli að áfrýja. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur áður hlotið dóm fyrir tvær nauðganir. Hann hefur alltaf neitað því að hafa myrt konuna.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32 Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Fundu líkamsleifar konu í frysti Lögreglan í Vermalandi í Svíþjóð fann hluta af líki konu í frystikistu á sveitabæ í fyrradag. Talið er að líkið hafi verið í frystinum í fjölda ára og karlmaður er sagður hafa játað að hafa myrt konuna. 18. mars 2023 13:32
Játar að hafa sett konuna í frystinn og er með nauðgunardóma á bakinu Norskur karlmaður, sem var handtekinn á fimmtudag eftir að lík sambýliskonu hans fannst í frystikistu á sveitabæ hans í Vermalandi í Svíþjóð, hefur játað að hafa vanvirt lík konunnar en neitar að hafa myrt hana. Hann á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars hlotið dóma fyrir tvær nauðganir. 20. mars 2023 23:46