„Nafni minn Andri Fannar bjargaði mér með þessu geggjaða sigurmarki og það er snilld að byrja strax á þremur stigum. Við getum klárlega spilað betur og ég sjálfur er þar ekkert undanskilinn. Við gerðum hins vegar nóg til að ná í sigur gegn sterkum andstæðingi,“ sagði Andri Lucas.
„Ísak Andri gerði vel í að finna mig í markinu sem ég skoraði. Við höfum náð að tengjast vel á þeim skamma tíma sem við höfum verið saman hjá Norrköping og hann viss nákvæmlega hvar hann ætti að leggja hann. Þetta var vel gert hjá honum,“ sagði framherjinn um markið sem hann skoraði.
„Ég geri svo leiðinleg mistök í markinu sem þeir skora þar sem ég ætla að hefja skyndisókn hjá okkur en fæ boltann í hælann og set hann á vondan stað. Það er hins vegar enginn að pæla í því núna eftir að Andri Fannar klíndi honum inn. Þetta var frábær endir á góðu kvöldi,“ sagði hann.