Velski bærinn ber lengsta nafn nokkurs staðar í Evrópu. Hann hefur þó ekki alltaf heitið þessu nafni, því var breytt á 20. öld til að laða að fleiri ferðamenn. Hér má sjá hvernig nafnið er borið fram:
Félagið leikur í fimmtu efstu deild í Wales og er staðsett á eyjunni Anglesey. Fullt nafn félagsins er á merki þess, en LaLiga hefur nú keypt auglýsingaréttinn framan á búningi þeirra fyrir þetta tímabil. Nýju treyjurnar verða frumsýndar þegar liðið leikur gegn erkifjendum sínum í Holyhead Town FC næsta laugardag.
LALIGA ✖️ Clwb Pêl Droed Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch Football Club
— LALIGA English (@LaLigaEN) September 13, 2023
A unique partnership spreading The Power of Our Fútbol has arrived in North Wales with @cpdllanfairpwll 🏴#ThePowerOfOurFútbol #ComeOnPwll pic.twitter.com/9BcofXA9QC
Auk þess að kaupa auglýsingarétt á treyju félagsins gaf LaLiga bænum að gjöf nýtt skilti þar sem stendur velkomin til Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch. Öllum "L-um" skiltisins var breytt í merki LaLiga deildarinnar.
Félagið mun á næstu dögum setja treyjurnar í sölu.