Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 14:35 Kristinn Þorsteinsson er ekki ánægður með skrif Páls Vilhjálmssonar. Stöð 2/Egill/Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum. Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þetta segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í tölvupósti sem hann sendi á nemendur og foreldra nemenda í FG. „Það er erfitt að þurfa að bregðast við bloggskrifum kennara í skólanum í annað sinn. Almennt er það skoðun mín að vinnustaðir eigi ekki að skipta sér af þátttöku starfsfólks af samfélagsumræðu,“ segir hann en hann þurfti að slá á fingur Páls árið 2021 vegna skrifa hans um Helga Seljan blaðamann. Nú eru það afar umdeild skrif Páls í Morgunblaðið sem eru á milli tannanna á nemendum skólans. Í Staksteinum Morgunblaðsins kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Málfrelsið mikilvægt en málið ekki einfalt Kristinn segir að málfrelsi sé mikilvægt og enn mikilvægara að fólk þurfi ekki að óttast um atvinnu sína vegna þátttöku í almennri umræðu. „En málið er ekki svona einfalt. Framhaldsskólum er falið að verja, vernda og mennta ungt fólk. Ungt fólk er allskonar og hinsegin nemendur eru mikilvægur hluti okkar nemendahóps og eiga rétt á að ekki sé gengið á þeirra hlut. Það er ekki skrýtið að nemendur og aðrir spyrji hvort eðlilegt sé að innan skólans sé kennari sem fullyrði að transfólk sé haldið ranghugmyndum og Samtökin '78 séu í hópi með aðilum sem aðhyllist barnagirnd,“ segir Kristinn. Þarna takist á réttur borgaranna til tjáningar og réttur nemenda til að njóta verndar innan skólans. Samstarfsfólki þykir miður að skólinn sé dreginn inn í umræðuna Þá segir Kristinn að inn í átök nemenda og Páls blandist samstarfsfólk sem þykir miður að vinnustaður þeirra sé dregin inn slíkt umtal. „Ég viðurkenni fúslega að skólinn er í vandræðum og þessi umræða kennarans um hinseginleikann skaðar skólann. Sá skaði er léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geta valdið hinsegin nemendum innan skólans og almennt í samfélaginu. Sá hópur þarf svo sannanlega á því að halda að njóta verndar og sanngirni.“ Stefnan að vernda nemendur en ekki unnt að reka kennarann Kristinn ítrekar að stefna skólans sé að styðja og vernda hinsegin nemendur og virða í hvívetna kynrænt sjálfræði. Innan skólans starfi hinsegin fulltrúi og skólinn sé með stefnu í málefnum hinsegin nemenda. „Þrátt fyrir stefnu skólans tel ég ekki unnt að hrófla við stöðu kennarans við skólann. Réttur til tjáningar er ríkur og óttast ég að slagur um þá tjáningu þjóni öðrum hagsmunum en skólans eða hinsegin nemenda. Það er hinsvegar alveg ljóst að nemendur sem telja á sig hallað vegna skrifa kennarans eiga fullan rétt á að þurfa ekki að sitja tíma hjá honum. Hvað áhrif það hefur til langframa á stöðu kennarans verður að koma í ljós,“ segir Kristinn að lokum.
Framhaldsskólar Tjáningarfrelsi Börn og uppeldi Hinsegin Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira