Líður eins og hún hafi verið notuð af Háskóla Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 20:58 Lára Þorsteinsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir því að aukið við sé námsframboð fyrir fatlaða í Háskóla Íslands. Hún segir Háskóla Íslands ekki viðurkenna einingar hennar fyrir áfanga sem hún náði. Facebook Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans. Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira
Lára hefur undanfarin ár verið ötul baráttukona fyrir auknu námsframboði fyrir fatlaða við Háskóla Íslands. Hún greindi frá samskiptum sínum við Háskólann í færslu á Facebook í kvöld. Í færslunni segist Lára aldrei hafa beðið um neinn afslátt vegna einhverfu sinnar heldur vilji hún einungis að háskólinn viðurkenni að hún hafi lokið fögunum tveimur þar sem hún stóðst öll próf. Henni líður eins og hún hafi verið notuð af skólanum til að hann gæti virst vera fyrir fatlaða. Aldrei beðið um afslátt en vill sanngirni „Jæja Háskóli Íslands, er þetta jafnrétti? Ég fékk að taka tvö námskeið í sagnfræðinni í Háskólanum í fyrra þegar ég var í diplómanámi fyrir fatlaða og hélt að ég væri komin inn í BA-nám í sagnfræði,“ segir í færslunni. En það var ekki svo. „Þegar ég ætlaði að skrá mig í námskeið í haust þá var mér sagt að ég hefði aldrei verið skráð í sagnfræðina. Heldur hefði ég fengið undanþágu til að taka tvö námskeið og það er ekki allt, því að mér er sagt að ég fái ekki einu sinni einingar fyrir þessi tvö fög þótt að ég hafi gert allt sem krafist var af mér, af því að ég var í diplómanámi við Háskólann sem skólinn tekur ekki gilt,“ segir hún í færslunni. „Ég hef aldrei beðið um neinn afslátt þótt ég sé einhverf en ég vil að Háskólinn viðurkenni að ég hafi lokið þessum tveimur fögum og fái einingar eins og allir hinir sem voru með mér því ég stóðst prófin,“ segir hún síðan. Finnst hún hafa verið notuð Lára segir að sig vanti einhverjar einingar til að fá undanþágu til að sækja um BA-nám. Hún er þó ekki viss um að hún vilji sækjast eftir því eftir allt sem á undan hefur gengið. Hún segir háskólann hafa pirrað ranga konu því hún muni ekki sætta sig við þessa niðurstöðu. „Mér skilst að mig vanti einhverjar einingar til að standast fullkomlega að fá undanþágu til að sækja um BA námið í sagnfræði í Háskólanum því ég er ekki með fullgilt stúdentspróf en það er allt og sumt og ég er ekki viss um að mig langi að leggja það á mig, ég er svo reið og sár. Ég var bara notuð finnst mér til að Háskólinn gæti sagst vera gera eitthvað fyrir fatlaða en það var bara kjaftæði, þetta er ekkert jafnrétti,“ segir hún í færslunni. „Háskólinn pirraði ranga konu af því að þetta óréttlæti mun ég ekki sætta mig við,“ segir hún að lokum.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Óvenju margir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Sjá meira