Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 19:58 Russell Brand hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjórum konum og fleiri hafa lýst óeðlilegri hegðun hans í gegnum árin. EPA/Paul Buck Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“ Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“
Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16