Í þetta skiptið voru það Stjarnan og Selfoss sem kepptu gegn hvoru öðru í þættinum sem Jón Jónsson stýrir. Fyrir hönd Stjörnunnar mætti markadrotting síðasta tímabils, Jasmín Erla Ingadóttir og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson. Í liði Selfoss voru fjölíþróttakonan Kristrún Rut Antonsdóttir og landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson.
Liðin kepptu í ýmsum knattspyrnutengdum þrautum sem þáttastjórnandinn bauð upp á, Veigar Páll er sá eini af keppendunum sem hefur lagt skóna á hilluna en tókst þó að halda vel í hina.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.