BBC segir frá því að 49 hafi verið fluttir á spítala og að um hundrað hafi verið inni í Santa Cruz-kirkjunni þegar hún hrundi. Staðarmiðlar segja að skírnarathöfn hafi verið í gangi þegar slysið var.
Björgunarstarf er enn í gangi á staðnum og vonast er að einhverjir kirkjugesta hafi náð að koma sér í skjól undir kirkjubekkjunum þegar fór að hrynja úr þakinu.
Erlendir fjölmiðlar segja að tvö börn hið minnsta séu í hópi hinna látnu.