Nýja hetjan í Madrid: „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2023 13:31 Jude Bellingham fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid. EPA-EFE/David Borrat Jude Bellingham hefur byrjað frábærlega með liði Real Madrid en enski miðjumaðurinn var enn á ný á skotskónum með Real liðinu í Meistaradeildinni í gær. Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Bellingham var bæði með mark og stoðsendingu í 3-2 sigri á ítölsku meisturunum í Napoli en hvað eftir annað hefur hann tryggt sínu liði sigur í upphafi leiktíðar. Carlo Ancelotti: "Bellingham is incredible. And what surprises me about Jude Bellingham is that he is only 20 years old!"."His quality, maturity and character are incredible for his age". pic.twitter.com/5wkF3xACyY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2023 Bellingham er nú kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 9 leikjum á tímabilinu og hann er miðjumaður. Markið sem hann skoraði á móti Napoli í gær var af betri gerðinni og eru sumir á því að það verði tilnefnt til Puskas verðlaunanna sem flottasta mark ársins. Bellingham fékk boltann fjörutíu metra frá marki, fór fram hjá mörgum varnarmönnum Napoli og skoraði síðan með laglegu skoti. Real keypti hann á 103 milljónir evra frá Borussia Dortmund í sumar en þessi tuttugu ára leikmaður hefur heldur betur staðið undir þeim verðmiða. Spænsku miðlarnir voru líka að missa sig í aðdáun sinni í morgun. „Svolítið af Di Stefano, svolítið af Zidane“ hljómaði ein og „Þetta var eins og Maradona“ hljómaði önnur. „Ég hafði trú á sjálfum mér en ég vissi ekki að þetta yrði svona gott. Ég á teyminu og liðsfélögunum mikið að þakka,“ sagði Jude Bellingham eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í samanburð við Diego Maradona þá var Bellingham fljótur að tala hlutina niður. „Það er aðeins of mikið. Þetta var flott mark. Af því sem ég hef séð á YouTube og í heimildarmyndum þá hafði hann aðeins meiri gæði en ég, eða miklu meiri réttara sagt. Ég er bara að reyna að skila til liðsins með hætti Jude,“ sagði Bellingham. „Þetta er kannski eitt af mínum bestu mörkum. Við vorum að mæta frábæru liði og á frábærum leikvangi. Mikilvægast er að vinna leikinn og að ég náði að skila mínu þar,“ sagði Bellingham. Read more on Real Madrid's new star man https://t.co/HkK2aQA4Zj— BBC Sport (@BBCSport) October 4, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira