Ráðleggja sýklalyf eftir óvarið kynlíf til að draga úr kynsjúkdómasmitum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2023 16:13 Notkun doxycycline eftir óvarið kynlíf leiddi til 90 prósent fækkunar á klamydíu- og sárasóttarsmitum og 55 prósent fækkun á tilfellum lekanda. Getty Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að mæla með því að samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn og trans konur taki sýklalyfið doxycycline eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, til að draga úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Kynsjúkdómasmitum hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og víðar, meðal annars á Íslandi en árið 2021 greindust 1,6 milljónir manna með klamydíu, 700 þúsund með lekanda og 177 þúsund með sárasótt. Lekandagreiningum hefur fjölgað um 117 prósent frá því að þær voru fæstar árið 2009 og sárasótt var næstum horfin í Bandaríkjunum fyrir um 20 árum en greiningum hennar hefur fjölgað um 74 prósent frá 2017. Kynsjúkdómana þrjá má alla rekja til bakteríusýkinga. Ákvörðun CDC byggir á rannsóknum sem sýna að einn skammtur af doxycyline, sem tekinn er innan við 72 tímum frá óvörðum kynmökum, getur dregið verulega úr líkunum á kynsjúkdómasmiti. Niðurstöðurnar þykja óyggjandi og hafa heilbrigðisstofnanir í San Francisco boðið upp á úrræðið í nokkra mánuði. Ferlið hefur verið þannig að einstaklingar fá afhent einhvern fjölda af töflum, með þeim leiðbeiningum um að taka eina innan þriggja daga frá óvörðu kynlífi. Pleased to announce the draft guidelines for doxycycline (doxy) as post-exposure prophylaxis (PEP) for STIs. #HCPs & members of communities heavily affected by #STIs, share your input https://t.co/q6NSGWuuL4Here are 5 reasons why the U.S. needs #doxyPEP guidance (1/6): pic.twitter.com/HBMvK8MlM5— Dr. Jono Mermin (@DrMerminCDC) October 2, 2023 Sérfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt sem þarf að skoða í þessu samhengi; annars vegar það að tíðni smita er hæst meðal svartra og frumbyggja óháð kynhneigð og hins vegar að aukin sýklalyfjanotkun kann að stuðla að auknu sýklalyfjaónæmi. Samkvæmt umfjöllun New York Times hefur doxycycline verið notað í marga áratugi og fátt bendir til þess að bakteríur hafi myndað ónæmi gegn lyfinu. Sárasóttar- og klamydíubakteríur verða sjaldan ónæmar yfir höfuð en fleiri spurningar eru uppi varðandi bakteríuna sem veldur lekanda, sem hefur myndað ónæmi gegn fjölda sýklalyfja. Sérfræðingar segja aukið ónæmi munu velta á því hversu margir taka sýklalyfið í forvarnarskyni og hversu oft en á sumum svæðum, til að mynda í Mexíkó, hefur ofnotkun sýklalyfja leitt til fleiri tilvika sýklalyfjaónæmra baktería. Til greina kemur að útvíkka ráðleggingarnar til fleiri en samkynhneigra og tvíkynhneigðra karlmanna og trans kvenna ef rannsóknir leiða í ljós árangur hjá öðrum hópum.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynlíf Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira