Útfararþjónusta fyrir raftæki Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 5. október 2023 13:30 Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar