Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Zorya Luhansk 0-1 | Komust hvorki lönd né strönd gegn agaðri vörn gestanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 16:00 Blikar stilla sér upp fyrir sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 á heimavelli gegn Zorya Luhansk í 2. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér góðar stöður inni á vellinum en tókst ekki að koma boltanum í netið að þessu sinni. Leikurinn var jafn og spennandi lengst framan af fyrri hálfleiknum. Liðin skiptust á sóknum og ógnuðu aðeins marki hvors annars. Blikarnir áttu góða spilkafla á stundum, tengdu saman sendingar og færðu boltann vel milli svæða. Gestirnir lágu þéttir til baka og biðu eftir tækifærinu til að brjótast hratt í gegnum háa varnarlínu Breiðabliks. Luhansk liðið virkaði mjög hættulegt í hröðum skyndisóknum en buðu upp á fátt annað. Mark gestanna kom svo á 35. mínútu leiksins eftir hornspyrnu sem spiluð var stutt, boltinn svo sendur yfir á fjærstöngina þar sem Ihor Horbach lúrði í laumi og stangaði boltann í netið. Eftir að komast marki yfir þéttu gestirnir raðir sínar enn frekar og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Blikarnir sóttu svo hart að marki í seinni hálfleiknum, spiluðu af meiri ákefð en í fyrri hálfleiknum og voru mjög ógnandi fram á við. Þeir komust í fín færi og voru óhræddir við að skjóta að marki, hefðu hæglega getað skorað jöfnunarmarkið en markvörður Luhansk varði vel í nokkur skipti. Heilt yfir flott frammistaða hjá Blikunum í kvöld en eins og oft áður fylgdu úrslitin ekki að þessu sinni. „Náðum bara ekki að koma helvítis tuðrunni inn“ Höskuldur Gunnlaugsson var svekktur undir leikslok að hafa ekki náð stigi í dagVísir/Hulda Margrét „Svekkjandi að ná ekki að koma inn allavega einu marki. Erum að komast í góðar stöður og spila vel en náum ekki að klára færin okkar“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, strax að leik loknum. Hann segir Blikana hafa stjórnað leiknum að stærstum hluta og sýna mikla ákefð í leit að jöfnunarmarkinu, en það hafi ekki skilað sér í þetta sinn. „Heilt yfir vorum við með stjórn á leiknum stærstan hluta, við vorum aðeins ákafari í seinni hálfleik, vorum ógnandi en náðum bara ekki að koma helvítis tuðrunni inn.“ Höskuldur gefur lítið fyrir það að leikurinn í kvöld hafi verið besti möguleiki Breiðabliks á stigi í riðlakeppninni. Hann segist hafa fulla trú á liðinu fyrir næstu leiki. „Við verðum bara að fara í næsta leik í Belgíu og trúa því, eins og við höfum gert fyrir alla leiki, að við getum náð góðum úrslitum. Frammistöðurnar hafa verið fínar en nú þurfa úrslitin bara að fylgja.“ Þrátt fyrir langt og strembið tímabil býr enn kraftur í brjósti Blikanna, þeir klára Íslandsmótið gegn Stjörnunni næsta sunnudag og spila svo næst gegn Gent. „Mér fannst við kraftmiklir í dag og við eigum fullt inni. Klárum leikinn á sunnudag, fáum svo smá tíma til að hvíla og endurheimta, þannig að þetta lítur vel út“ sagði Höskuldur að lokum. Afhverju vann Zorya Luhansk? Luhansk kom boltanum í netið, svo einfalt er það. Voru á engan hátt betri aðilinn og voru meira og minna bara að verjast allan seinni hálfleikinn, en gerðu það þó vel og héldu markinu hreinu gegn miklum sóknarþunga Breiðabliks. Hverjir stóðu upp úr? Eduardo Guerrero, fremsti maður Luhansk, var mjög flottur í liði gestanna. Sömuleiðis markaskorarinn Igor Gorbach, setti varnarmenn Blika í allskyns vandræði í leiknum. Hvað gekk illa? Á öðrum degi hefði þessi leikur endað með jafntefli eða jafnvel sigri fyrir Breiðablik. Voru góðir í dag en gleymdu sér í einni hornspyrnu og það kostaði þá stigið. Hvað gerist næst? Breiðablik klárar tímabilið sitt í Bestu deildinni næsta laugardag gegn Val. Í Sambandsdeildinni mæta þeir svo næst Gent úti í Belgíu, fimmtudaginn 26. október. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tapaði 0-1 á heimavelli gegn Zorya Luhansk í 2. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér góðar stöður inni á vellinum en tókst ekki að koma boltanum í netið að þessu sinni. Leikurinn var jafn og spennandi lengst framan af fyrri hálfleiknum. Liðin skiptust á sóknum og ógnuðu aðeins marki hvors annars. Blikarnir áttu góða spilkafla á stundum, tengdu saman sendingar og færðu boltann vel milli svæða. Gestirnir lágu þéttir til baka og biðu eftir tækifærinu til að brjótast hratt í gegnum háa varnarlínu Breiðabliks. Luhansk liðið virkaði mjög hættulegt í hröðum skyndisóknum en buðu upp á fátt annað. Mark gestanna kom svo á 35. mínútu leiksins eftir hornspyrnu sem spiluð var stutt, boltinn svo sendur yfir á fjærstöngina þar sem Ihor Horbach lúrði í laumi og stangaði boltann í netið. Eftir að komast marki yfir þéttu gestirnir raðir sínar enn frekar og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Blikarnir sóttu svo hart að marki í seinni hálfleiknum, spiluðu af meiri ákefð en í fyrri hálfleiknum og voru mjög ógnandi fram á við. Þeir komust í fín færi og voru óhræddir við að skjóta að marki, hefðu hæglega getað skorað jöfnunarmarkið en markvörður Luhansk varði vel í nokkur skipti. Heilt yfir flott frammistaða hjá Blikunum í kvöld en eins og oft áður fylgdu úrslitin ekki að þessu sinni. „Náðum bara ekki að koma helvítis tuðrunni inn“ Höskuldur Gunnlaugsson var svekktur undir leikslok að hafa ekki náð stigi í dagVísir/Hulda Margrét „Svekkjandi að ná ekki að koma inn allavega einu marki. Erum að komast í góðar stöður og spila vel en náum ekki að klára færin okkar“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, strax að leik loknum. Hann segir Blikana hafa stjórnað leiknum að stærstum hluta og sýna mikla ákefð í leit að jöfnunarmarkinu, en það hafi ekki skilað sér í þetta sinn. „Heilt yfir vorum við með stjórn á leiknum stærstan hluta, við vorum aðeins ákafari í seinni hálfleik, vorum ógnandi en náðum bara ekki að koma helvítis tuðrunni inn.“ Höskuldur gefur lítið fyrir það að leikurinn í kvöld hafi verið besti möguleiki Breiðabliks á stigi í riðlakeppninni. Hann segist hafa fulla trú á liðinu fyrir næstu leiki. „Við verðum bara að fara í næsta leik í Belgíu og trúa því, eins og við höfum gert fyrir alla leiki, að við getum náð góðum úrslitum. Frammistöðurnar hafa verið fínar en nú þurfa úrslitin bara að fylgja.“ Þrátt fyrir langt og strembið tímabil býr enn kraftur í brjósti Blikanna, þeir klára Íslandsmótið gegn Stjörnunni næsta sunnudag og spila svo næst gegn Gent. „Mér fannst við kraftmiklir í dag og við eigum fullt inni. Klárum leikinn á sunnudag, fáum svo smá tíma til að hvíla og endurheimta, þannig að þetta lítur vel út“ sagði Höskuldur að lokum. Afhverju vann Zorya Luhansk? Luhansk kom boltanum í netið, svo einfalt er það. Voru á engan hátt betri aðilinn og voru meira og minna bara að verjast allan seinni hálfleikinn, en gerðu það þó vel og héldu markinu hreinu gegn miklum sóknarþunga Breiðabliks. Hverjir stóðu upp úr? Eduardo Guerrero, fremsti maður Luhansk, var mjög flottur í liði gestanna. Sömuleiðis markaskorarinn Igor Gorbach, setti varnarmenn Blika í allskyns vandræði í leiknum. Hvað gekk illa? Á öðrum degi hefði þessi leikur endað með jafntefli eða jafnvel sigri fyrir Breiðablik. Voru góðir í dag en gleymdu sér í einni hornspyrnu og það kostaði þá stigið. Hvað gerist næst? Breiðablik klárar tímabilið sitt í Bestu deildinni næsta laugardag gegn Val. Í Sambandsdeildinni mæta þeir svo næst Gent úti í Belgíu, fimmtudaginn 26. október.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti