Bandarísk kona ætlar að keppa við karlana á PGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 11:30 Lexi Thompson þáði boð um að taka þátt í karlamóti og verður sjöunda konan í sögunni sem reynir slíkt. AP/Bernat Armangue Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson verður sjöunda konan sem spilar á PGA mótaröðinni í golfi en hún mun keppa á móti í Las Vegas í næstu viku. Thompson spilar vanalega á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð kvenna. Hún hefur unnið ellefu mót á henni. Lexi Thompson is set to make history next week pic.twitter.com/SkWXAy7rh3— espnW (@espnW) October 4, 2023 Lexi verður fyrsta konan síðan árið 2018 sem fær að taka þátt í móti þar sem bestu karlkylfingarnir eru að spila. „Það er auðvitað mjög flott tækifæri fyrir mig að fá að spila við karlana. Það er eitt og sér gott en að fá líka tækifæri til að senda ungum stúlkum og ungum drengjum skilaboð um að enginn draumur er of fjarlægur. Ef þú trúir virkilega á eitthvað þá getur þú gert allt sem þig dreymir um,“ sagði Lexi Thompson. Babe Zaharias varð fyrsta konan til að spila á PGA mótaröðinni en það var árið 1935. Síðan þá hafa þær Shirley Spork, Annika Sörenstam, Suzy Whaley, Michelle Wie West og Brittany Lincicome bæst í hópinn. Lexi Thompson er 28 ára gömul. Hún hefur unnið eitt risamót á ferlinum en verið í öðru sæti á tveimur til viðbótar. Á nýjasta heimslistanum þá er hún í 25. sæti en hún endaði síðasta ár í sjötta sæti. Mótið í Las Vegas hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Lexi Thompson makes history at the Shriners Children's Open this October by accepting a sponsor's invite. She joins just seven women who've competed on the PGA TOUR. An inspiration to all, Lexi reminds us to chase our dreams, no matter the challenge. https://t.co/Pe9zH9ARGj pic.twitter.com/nFVUbZSjNe— Stuart McKinnon (@StuartMcKinnon6) October 5, 2023 Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Thompson spilar vanalega á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð kvenna. Hún hefur unnið ellefu mót á henni. Lexi Thompson is set to make history next week pic.twitter.com/SkWXAy7rh3— espnW (@espnW) October 4, 2023 Lexi verður fyrsta konan síðan árið 2018 sem fær að taka þátt í móti þar sem bestu karlkylfingarnir eru að spila. „Það er auðvitað mjög flott tækifæri fyrir mig að fá að spila við karlana. Það er eitt og sér gott en að fá líka tækifæri til að senda ungum stúlkum og ungum drengjum skilaboð um að enginn draumur er of fjarlægur. Ef þú trúir virkilega á eitthvað þá getur þú gert allt sem þig dreymir um,“ sagði Lexi Thompson. Babe Zaharias varð fyrsta konan til að spila á PGA mótaröðinni en það var árið 1935. Síðan þá hafa þær Shirley Spork, Annika Sörenstam, Suzy Whaley, Michelle Wie West og Brittany Lincicome bæst í hópinn. Lexi Thompson er 28 ára gömul. Hún hefur unnið eitt risamót á ferlinum en verið í öðru sæti á tveimur til viðbótar. Á nýjasta heimslistanum þá er hún í 25. sæti en hún endaði síðasta ár í sjötta sæti. Mótið í Las Vegas hefst á fimmtudaginn í næstu viku. Lexi Thompson makes history at the Shriners Children's Open this October by accepting a sponsor's invite. She joins just seven women who've competed on the PGA TOUR. An inspiration to all, Lexi reminds us to chase our dreams, no matter the challenge. https://t.co/Pe9zH9ARGj pic.twitter.com/nFVUbZSjNe— Stuart McKinnon (@StuartMcKinnon6) October 5, 2023
Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira