Enn um lýðræði og jaðarsetningu þess Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 12.04.2025 Halldór „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperuá Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperuá Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar