Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:31 Tynice Martin er greinilega mjög öflugur leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. „Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
„Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn