Rafael Nadal ekki tilbúinn að staðfesta endurkomu sína á tennisvöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 17:48 Rafael Nadal fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu 2022 Mark Metcalfe/Getty Images Mótshaldarar opna meistaramótsins í Ástralíu segja að Rafael Nadal muni snúa aftur á tennisvöllinn þegar mótið fer fram í janúar 2024. Nadal hefur verið frá keppni síðan í janúar og runnið niður í 240. sæti heimslistans, en setur fyrirvara á allar yfirlýsingar um endurkomu. Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024. Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Sjá meira
Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024.
Tennis Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Dagskráin: Víkingar heima í Sambandsdeildinni og fullt af körfubolta Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Sjá meira