Ari hefur verið í herbúðum Norrköping frá árinu 2020, en hann staðfesti í dag að hann myndi ekki halda áfram með liðinu að yfirstandandi tímabili loknu í samtali við sænska miðilinn Fotbolldirekt. Þó segir hann mögulegt að hann muni starfa áfram fyrir liðið og þar með leggja knattspyrnuskóna á hilluna.
Ari útilokar þó ekki að halda ferlinum áfram og færa sig um set í annað lið. Hann hefur leikið 65 leiki fyrir Norrköping í öllum keppnum og skorað í þeim tvö mörk.
Þessi 36 ára gamli bakvörður á að baki langan og farsælan atvinnumannaferil sem hófst árið 2006 er hann gekk í raðir Häcken frá Val. Síðan þá hefur hann leikið vel yfir 400 deildarleiki í atvinnumennsku og á einnig að baki 83 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Ari og félagar hans í Norrköping sitja í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig þegar fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.