Samkvæmt heimildum fréttastofu er fer fram ríkisstjórnarfundur klukkan 8:30 í dag og að honum loknum halda ráðherrar ásamt öðrum þingmönnum stjórnarliðsins til hins sameiginlega fundar á Þingvöllum. Þá herma heimildir fréttastofu að ríkisráðsfundur verður haldinn klukkan 14 á morgun.
Morgunblaðið hefur eftir heimildum að fundarefni dagsins séu málaflokkar sem ræddir hafa verið síðustu daga í smærri starfshópum þar sem átt hafa sæti þingflokksformenn og aðstoðarmenn ráðherra. Þá segir að helstu deilumálin innan ríkisstjórnarinnar hafi verið viðruð eins útlendingamálin og orkumálin.
Á Þingvöllum stendur einnig til að ræða efnahagsmálin, aðgerðir til að vinna á verðbólgunni og húsnæðismálin.
Þá segir einnig í blaðinu að samkvæmt heimildum þess úr þingliði Sjálfstæðismanna séu flestir á því að líklegasta niðurstaðan með ríkisstjórnina verði sú að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð taki við af Bjarna í fjármálaráðuneytinu og að Bjarni verði utanríkisráðherra.
Þó sé ekki einhugur um þetta fyrirkomulag.