„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2023 21:09 Sverrir Ingi Ingason var fyrirliði Íslands í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið marki sínu í fyrri hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30