Dræmar undirtektir við sameiginlegri yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 12:01 Ljóst er að ríkisstjórnin á verk fyrir höndum við að vinna sér inn traust landsmanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sendu öll frá sér sameiginlega yfirlýsingu á Facebook. Undirtektir eru dræmari en oftast áður. Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Yfirlýsingin kemur í kjölfar stólaskipta í ríkisstjórninni og fundi á Þingvöllum sem þingflokkar stjórnarflokkanna stóðu fyrir í aðdraganda þess. Ekki fer miklum sögum af fundinum en ef marka má fréttamyndir höfðu stjórnarliðar það huggulegt á fundinum því í rútuna sem ferjaði fólkið á Þingvelli var borinn bjór í stórum stíl. Ljóst var að fundarmenn ætluðu ekki að vera þurrbrjósta þegar þeir komu saman á Þingvöllum.vísir/vilhelm Yfirlýsingin er undir yfirskriftinni Traust og ábyrgð og með fylgir mynd af þremenningunum, formönnum flokkanna sem standa að ríkisstjórninni. Einhverjir gárungar vilja meina að myndin líkist draugum því um er að ræða mynd af þeim Sigurði Inga, Bjarna og Katrínu þar sem þau speglast í rúðu. Undirtektir við yfirlýsingunni eru dræm. Ef síða Bjarna er skoðuð þá eru einungis 271 sem hafa látið í ljós velþóknun á yfirlýsingunni, þar af eru 7 hláturkallar og einn er reiður. Þó það geti reynst varasamt að túlka læk mega þetta heita átakanlega dræmar undirtektir. Til samanburðar birti Bjarni mynd fyrir fimm dögum þar sem hann gengur undir Reykjanesbraut í morgunsárið og þar eru 1,7 þúsund manns sem láta sér hana vel líka. Á síðu Katrínar Jakobsdóttur eru 147 sem setja inn merki um velþóknun en þar af eru 17 sem láta hláturkall inn til marks um að þeim þyki yfirlýsingin klén. Á síðu Sigurðar Inga er meira að gerast. Þar eru 570 sem setja inn merki um að þeim þyki þetta athyglisvert en af þessum 570 eru 207 sem setja inn hláturkall, sem túlka má sem svo að viðkomandi þyki þetta hlálegt. Og 23 setja inn reiðimerki þannig að þeim þykir þetta blaut tuska í andlit sitt. Þar inn hrannast einnig athugasemdirnar, þegar þetta er skrifað eru þær 174 og flestar á einn veg. Fáeinir segjast treysta Sigurði Inga til allra góðra verka en fleiri segja þetta skandal. Að handahófi: „Afsakið mig meðan ég fer og gubba. XB og VG eru miklu verri en XD, við vitum þó fyrir hvað XD gengur útá, vinna fyrir peningaöflin í landinu, þið hin hinsvegar gerið allt til að hanga í ónýtri og óstarfhæfri ríkisstjórn bara fyrir völdin og stólana vegna þess að þið ÞORIÐ ekki í kosningar vitandi að þið mynduð hljóta afhroð og jafnvel þurrkast út af þingi.“ Af þessum viðbrögðum að dæma virðast vendingar helgarinnar ekki til þess fallnar að lægja öldurnar og ljóst verður að það verður á brattann að sækja að fyrir ríkisstjórnina að vinna málum sínum brautargengi í seinni hálfleik þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41