Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2023 12:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun Vísir/Vilhelm Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira