Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 19:36 Stuðningsmaður Svíþjóðar á vellinum í Brussel sést hér gráti nær talandi í símann. Áhorfendur voru beiðnir um að halda kyrru á vellinum. Getty Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06. Belgía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06.
Belgía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira