Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 11:32 Rússar eru sagðir hafa misst Ka-52 árásarþyrlur, sem eru meðal háþróuðustu hergagna Rússlands. Getty/Andia Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Árásirnar beindust að flugvöllum nærri Berdíansk í suðurhluta Úkraínu og að flugvelli við Lúhansk, í austurhluta landsins. Fregnir bárust af árásunum í nótt og sögðu rússneskir herbloggarar frá því að flugmenn hefðu fallið og að þyrlur hefðu orðið fyrir skemmdum. Sérsveitir Úkraínu sendu svo í morgun út yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að níu herþyrlur hafi verið eyðilagðar. Því er einnig haldið fram að vöruskemma fyrir skotfæri hafi sprungið og að flugbrautir hafi orðið fyrir skemmdum. Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Ka-52 herþyrlur en þær eru meðal háþróuðustu hergagna Rússa og hafa reynst Úkraínumönnum skæðar í sókn þeirra í suðurhluta Úkraínu. Þá segir í yfirlýsingunni, sem sjá má hér, að Rússar hafi misst tugi manna. Aðgerðin ber titilinn „Dragonfly“ eða Drekaflugan. Áðurnefndir herbloggarar hafa sagt að Úkraínumenn hafi notað fjölmargar eldflaugar við þessar árásir. Þessir bloggarar hafa haldið því fram að eldflaugarnar hafi verið allt að fjörutíu talsins og að nokkrar þeirra hafi borið klasasprengjur. Þá segja bloggarar að eldflaugarnar hafi verið bandarískar ATACMS-eldflaugar, sem Úkraínumenn fengu nýverið frá Bandaríkjunum. Það hefur þó ekki verið staðfest og er ekki nefnt í yfirlýsingu sérsveita Úkraínu. Myndefni af klasasprengjum sem sprungu ekki, rennir þó stoðum undir það að um sé að ræða fyrstu ATACMS-árásina sem vitað er af. Russian Fighterbomber aviation channel says something happened to some Russian airfield last night that is the most serious blow to the army aviation in the war. He also says that it was done with ATACMS.https://t.co/rkdu8fliOY pic.twitter.com/kg7qylQd6L— Dmitri (@wartranslated) October 17, 2023 ATACMS stendur fyrir Army Tactical Missile System og tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í september að slíkar eldflaugar yrðu sendar til Úkraínu, en Úkraínumenn hafa beðið um þær allt frá því stríðið hófst. Sjá einnig: Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Storm Shadow og Scalp stýriflaugar sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þeim er þó eingöngu hægt að skjóta með breyttum orrustuþotum. Óljóst er hve margar ATACMS Úkraínumenn hafa fengið og munu fá frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn eigi tiltölulega fáar en Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári. Flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. 13. október 2023 12:22
Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. 12. október 2023 22:00
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00