Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:43 Ýmsar skipulagsbreytingar hjá kirkjunni verða teknar fyrir á Kirkjuþingi síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01