Nokkrir vinnustaðir sem ekki leyfa þátttöku í kvennafrídeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 14:52 Sonja Ýr formaður BSRB segir stuðning við kvennafrídaginn almennt hafa verið mikinn. Vísir/Ívar Fannar Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni. „Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
„Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00