Fjárhagsstaða í landbúnaði Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2023 20:00 Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. En þrátt fyrir að yfirleitt sé talað um verðlagshækkanir og verðbólgu í hinum almennasta skilningi er ljóst að áhrifin voru ekki jöfn yfir alla vöruliði. Hækkun á heimsmarkaðsverði á orku olli því að allur orkufrekur iðnaður og afurðir hans hækkuðu mun meira en margt annað í hagkerfinu. Þessu fundu bændur fyrir þegar verð á áburði rauk upp í hæstu hæðir, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, verð á plasti jókst einnig mikið sem og á eldsneyti. Staða bænda versnaði hratt og ljóst var að margir myndu eiga erfitt með að ná endum saman árið 2022. Til að bregðast við þessari stöðu sá ríkið sig nauðbeygt til að veita bændum svokallaðar sprettgreiðslur ofan á almenna opinbera styrki í landbúnaði því ljóst var að þeir myndu ekki duga til að bjarga starfsgreininni frá alvarlegu áfalli. Sprettgreiðslurnar námu tæplega 2,5 milljarða króna en metið var að aðfangahækkanir í landbúnaði hefðu í raun verið 8,9 milljarðar og því ljóst að þó sprettgreiðslurnar hefðu náð að fresta stórslysi var staðan enn grafalvarleg og nauðsynlegt væri fyrir bændur að rekstarumhverfi þeirra myndi batna sem allra fyrst. Á yfirstandandi ári hefur verð á áburði lækkað ca. 10%, langt frá því að stemma af hækkanirnar frá árinu áður sem voru yfir 110%, en þó búbót fyrir greinar eins og sauðfjárræktina þar sem áburðarkostnaður vegur mikið. Á móti kemur að verð á kjarnfóðri hélt áfram að hækka með alvarlegum neikvæðum áhrifum á mjólkur, nautakjöts, alifugla, svína og eggjaframleiðslu. Telja Bændasamtök Íslands að hækkun aðfanga í landbúnaðaframleiðslu nemi yfir milljarði króna á þessu ári, sem leggst ofan á tæplega 9 milljarða hækkun síðasta árs. Síðast en ekki síst hefur fjármagnskostnaður leikið bændur grátt. Margar búgreinar hafa á undanförnum árum gengið i gegnum vegleg fjárfestingaferli til þess að geta bætt framleiðslugæði, hagrætt í rekstri og bætt aðbúnað dýra sinna. Er það gert til að svara kalli stjórnvalda og almennings um nútímavænni framleiðsluhætti og lægra verð. Þessar fjárfestingar eru veigamiklar og er horft til þess að þær borgi sig til baka yfir lengri tíma. Undanfarin 20 ár hefur eftirspurn mjólkur aukist um tugi milljóna lítra hér á landi og íslenskir kúabændur brugðist hratt við þeirri eftirspurn með aukinni framleiðslu. Árið 2015 fór af stað mikil fjárfestingahrina í mjólkurframleiðslu og stóð hún yfir fram til 2019. Á þeim tíma jukust eignir mjólkurbýla um 50% og skuldir um það sama. Fjárfestingar þessar (aðallega í nýjum fjósum og mjaltaþjónum) hafa hjálpað kúabændum að stækka býlin sín upp í hagkvæmari stærðir og auka við framleiðslu sína án þess að þurfa að auka vinnuframlag á marktækan hátt. Að flestra mati skynsamleg ákvörðun sem styrkti samkeppnishæfni íslenskrar mjólkurframleiðslu. Þegar ákveðið var að fara í þessar fjárfestingar voru aðstæður hagkvæmar og ekkert benti til þess að á sjóndeildahringnum væru heimsfaraldur og stríð. Ef horft er á fjármagnskostnað kúabúa sem hluta af framleiðslukostnaði hvers mjólkurlítra má sjá að samkvæmt okkar áætlunum hefur hann hækkað úr 20 kr/ltr árið 2020 í tæplega 35kr/ltr í ár. Hlutfallslega nemur þetta um 18% af kostnaði við hvern lítra, nánast jafn mikið og fóðrið sem kýrnar éta til að búa til mjólkina.[1] Fyrir meðal býli, samkvæmt rekstrarverkefni RML, má áætla að fjármagnskostnaður einn og sér muni vera yfir 12 milljónir króna á þessu ári. Ekki eru til jafn greinagóð gögn fyrir svína, eggja og alifuglarækt en má áætla að fjármagnskostnaður hafi einnig haft alvarlegar afleiðingar á rekstarafkomu þar. Þau býli hafa einnig gengið í gegnum mikla endurnýjun á undanförum árum, aðallega til að bæta aðbúnað dýra og tryggja að við framleiðslu íslenskra afurða sé dýravelferð ávalt eins og best er á kosið. Kjör bænda Það hefur lengi verið ljóst að þó lög kveði á um að kjör bænda skuli vera sambærileg öðrum starfsstéttum með tilliti til þekkingar og ábyrgðar þá sé það langt frá því að vera raunin. Ef rýnt er í gögn Hagstofunnar yfir rekstar og efnahagsreikningar í landbúnaði blasir við hversu alvarlegur vandinn er. Árið 2021 voru sauðfjárbýli með yfir 300 kindur að skila undir sex milljónum króna í hendur bændanna sem reka býlið.[1]Gerir það minna en 500.000 krónur á mánuði. Eignarmyndun var síðan aðrar 500.000 krónur yfir árið. Taka skal sérstaklega fram að 2021 var talið gott ár í íslenskum landbúnaði miðað við árin á undan og sérstaklega árin sem á eftir komu. Nokkuð ljóst er að bæði í ár og í fyrra munu bændur ekki geta greitt sér laun nema með því að skuldsetja sig fyrir þeim. Bændur eru orðnir vanir því að lifa á litlu og því er mikilvægt að leggja áherslu á að nú sé ástandið mjög slæmt en slæmt hefur það verið í lengri tíma. Ef jafna á út kjör bænda við samanburðarstétt[2] þurfa þeir að fá um það bil 12 milljónir í laun fyrir sín störf. Ef meðal afkoma sauðfjárbónda, kúabónda og holdanautabónda eru dregin frá meðallaunum samanburðarstéttanna og það svo margfaldað með fjölda býla í hverri búgrein er niðurstaðan sú að rúmlega 20 milljarða þurfi til að jafna út kjörin í ár. Er það miðað við að hvert býli sé eitt starfsgildi en ljóst er að mörg þeirra krefjist meira vinnuframlags en svo. Árið 2021 er áætlað út frá gögnum Hagstofunnar að meðal kúabú hafi skilað eigendum sínum 8,5 milljónum króna í laun og hagnað og öðrum 4,5 milljónum í eignarmyndun á býlinu. Mikill viðsnúningur er hinsvegar á kjörum þeirra frá og með árinu 2022 þar sem kjör þeirra hrynja. Samkvæmt áætlun BÍ var afkoma meðal kúabús ekki nema 1,4 milljónir króna á síðasta ári. Enn er of margt óljóst um stöðuna á þessu ári til að áætla um það, okkur ætti þó öllum að vera ljóst að staðan er alvarleg en vonandi hafa hækkanir á afurðarverði komið í veg fyrir að allra verstu spár rætist. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. 1) Rekstrarverkefni RML sem gunnur, útreikningar BÍ fyrir árið 2023 2) Laun og launatengd gjöld + hagnaður 3) Settur var saman pottur af iðnmenntuðum starfstitlum í launagögnum Hagstofunnar og stuðst við það sem samanburðarstétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. En þrátt fyrir að yfirleitt sé talað um verðlagshækkanir og verðbólgu í hinum almennasta skilningi er ljóst að áhrifin voru ekki jöfn yfir alla vöruliði. Hækkun á heimsmarkaðsverði á orku olli því að allur orkufrekur iðnaður og afurðir hans hækkuðu mun meira en margt annað í hagkerfinu. Þessu fundu bændur fyrir þegar verð á áburði rauk upp í hæstu hæðir, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, verð á plasti jókst einnig mikið sem og á eldsneyti. Staða bænda versnaði hratt og ljóst var að margir myndu eiga erfitt með að ná endum saman árið 2022. Til að bregðast við þessari stöðu sá ríkið sig nauðbeygt til að veita bændum svokallaðar sprettgreiðslur ofan á almenna opinbera styrki í landbúnaði því ljóst var að þeir myndu ekki duga til að bjarga starfsgreininni frá alvarlegu áfalli. Sprettgreiðslurnar námu tæplega 2,5 milljarða króna en metið var að aðfangahækkanir í landbúnaði hefðu í raun verið 8,9 milljarðar og því ljóst að þó sprettgreiðslurnar hefðu náð að fresta stórslysi var staðan enn grafalvarleg og nauðsynlegt væri fyrir bændur að rekstarumhverfi þeirra myndi batna sem allra fyrst. Á yfirstandandi ári hefur verð á áburði lækkað ca. 10%, langt frá því að stemma af hækkanirnar frá árinu áður sem voru yfir 110%, en þó búbót fyrir greinar eins og sauðfjárræktina þar sem áburðarkostnaður vegur mikið. Á móti kemur að verð á kjarnfóðri hélt áfram að hækka með alvarlegum neikvæðum áhrifum á mjólkur, nautakjöts, alifugla, svína og eggjaframleiðslu. Telja Bændasamtök Íslands að hækkun aðfanga í landbúnaðaframleiðslu nemi yfir milljarði króna á þessu ári, sem leggst ofan á tæplega 9 milljarða hækkun síðasta árs. Síðast en ekki síst hefur fjármagnskostnaður leikið bændur grátt. Margar búgreinar hafa á undanförnum árum gengið i gegnum vegleg fjárfestingaferli til þess að geta bætt framleiðslugæði, hagrætt í rekstri og bætt aðbúnað dýra sinna. Er það gert til að svara kalli stjórnvalda og almennings um nútímavænni framleiðsluhætti og lægra verð. Þessar fjárfestingar eru veigamiklar og er horft til þess að þær borgi sig til baka yfir lengri tíma. Undanfarin 20 ár hefur eftirspurn mjólkur aukist um tugi milljóna lítra hér á landi og íslenskir kúabændur brugðist hratt við þeirri eftirspurn með aukinni framleiðslu. Árið 2015 fór af stað mikil fjárfestingahrina í mjólkurframleiðslu og stóð hún yfir fram til 2019. Á þeim tíma jukust eignir mjólkurbýla um 50% og skuldir um það sama. Fjárfestingar þessar (aðallega í nýjum fjósum og mjaltaþjónum) hafa hjálpað kúabændum að stækka býlin sín upp í hagkvæmari stærðir og auka við framleiðslu sína án þess að þurfa að auka vinnuframlag á marktækan hátt. Að flestra mati skynsamleg ákvörðun sem styrkti samkeppnishæfni íslenskrar mjólkurframleiðslu. Þegar ákveðið var að fara í þessar fjárfestingar voru aðstæður hagkvæmar og ekkert benti til þess að á sjóndeildahringnum væru heimsfaraldur og stríð. Ef horft er á fjármagnskostnað kúabúa sem hluta af framleiðslukostnaði hvers mjólkurlítra má sjá að samkvæmt okkar áætlunum hefur hann hækkað úr 20 kr/ltr árið 2020 í tæplega 35kr/ltr í ár. Hlutfallslega nemur þetta um 18% af kostnaði við hvern lítra, nánast jafn mikið og fóðrið sem kýrnar éta til að búa til mjólkina.[1] Fyrir meðal býli, samkvæmt rekstrarverkefni RML, má áætla að fjármagnskostnaður einn og sér muni vera yfir 12 milljónir króna á þessu ári. Ekki eru til jafn greinagóð gögn fyrir svína, eggja og alifuglarækt en má áætla að fjármagnskostnaður hafi einnig haft alvarlegar afleiðingar á rekstarafkomu þar. Þau býli hafa einnig gengið í gegnum mikla endurnýjun á undanförum árum, aðallega til að bæta aðbúnað dýra og tryggja að við framleiðslu íslenskra afurða sé dýravelferð ávalt eins og best er á kosið. Kjör bænda Það hefur lengi verið ljóst að þó lög kveði á um að kjör bænda skuli vera sambærileg öðrum starfsstéttum með tilliti til þekkingar og ábyrgðar þá sé það langt frá því að vera raunin. Ef rýnt er í gögn Hagstofunnar yfir rekstar og efnahagsreikningar í landbúnaði blasir við hversu alvarlegur vandinn er. Árið 2021 voru sauðfjárbýli með yfir 300 kindur að skila undir sex milljónum króna í hendur bændanna sem reka býlið.[1]Gerir það minna en 500.000 krónur á mánuði. Eignarmyndun var síðan aðrar 500.000 krónur yfir árið. Taka skal sérstaklega fram að 2021 var talið gott ár í íslenskum landbúnaði miðað við árin á undan og sérstaklega árin sem á eftir komu. Nokkuð ljóst er að bæði í ár og í fyrra munu bændur ekki geta greitt sér laun nema með því að skuldsetja sig fyrir þeim. Bændur eru orðnir vanir því að lifa á litlu og því er mikilvægt að leggja áherslu á að nú sé ástandið mjög slæmt en slæmt hefur það verið í lengri tíma. Ef jafna á út kjör bænda við samanburðarstétt[2] þurfa þeir að fá um það bil 12 milljónir í laun fyrir sín störf. Ef meðal afkoma sauðfjárbónda, kúabónda og holdanautabónda eru dregin frá meðallaunum samanburðarstéttanna og það svo margfaldað með fjölda býla í hverri búgrein er niðurstaðan sú að rúmlega 20 milljarða þurfi til að jafna út kjörin í ár. Er það miðað við að hvert býli sé eitt starfsgildi en ljóst er að mörg þeirra krefjist meira vinnuframlags en svo. Árið 2021 er áætlað út frá gögnum Hagstofunnar að meðal kúabú hafi skilað eigendum sínum 8,5 milljónum króna í laun og hagnað og öðrum 4,5 milljónum í eignarmyndun á býlinu. Mikill viðsnúningur er hinsvegar á kjörum þeirra frá og með árinu 2022 þar sem kjör þeirra hrynja. Samkvæmt áætlun BÍ var afkoma meðal kúabús ekki nema 1,4 milljónir króna á síðasta ári. Enn er of margt óljóst um stöðuna á þessu ári til að áætla um það, okkur ætti þó öllum að vera ljóst að staðan er alvarleg en vonandi hafa hækkanir á afurðarverði komið í veg fyrir að allra verstu spár rætist. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. 1) Rekstrarverkefni RML sem gunnur, útreikningar BÍ fyrir árið 2023 2) Laun og launatengd gjöld + hagnaður 3) Settur var saman pottur af iðnmenntuðum starfstitlum í launagögnum Hagstofunnar og stuðst við það sem samanburðarstétt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir Skoðun
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir Skoðun