Lögmál leiksins: „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2023 07:00 Chet Holmgren og Sam Presti. NBA Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. Farið var yfir ÓL 2024, Damian Lillard-skiptin, varnarleik Victor Wembanyama og Sam Presti. Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til hennar. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Klippa: Lögmál leiksins: Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi Bandaríkin vinna Ólympíuleikana 2024 Sérfræðingarnir gátu vart verið meira sammála og töldu svo upp stjörnurnar sem Bandaríkjamenn geta boðið upp á þegar leikarnir hefjast næsta sumar. Damian Lillard voru þau stærstu í sumar „Já, en hvort þau munu skipta mestu máli. Ég held að Jrue Holiday skiptin gætu verið þau sem skipta mestu máli,“ sagði Sigurður Orri sem telur Boston Celtics vera að sækja betri leikmann en þeir höfðu í Marcus Smart. „Já þetta eru stærstu skiptin, ekki orð um það meir,“ bætti Tómas við. Báðir sérfræðingarnir voru sammála um að Chris Paul í Golden State Warriors hefðu samt verið skrítnustu skiptin. Victor Wembanyama verður varnarmaður ársins „Það er þannig að stóru mennirnir fá yfirleitt þessa styttu. Er stöðubróðir þinn að fara taka þetta,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni til Tómasar. „Hann mun verja töluvert af skotum og svo hefur maður líka séð hann standa á þriggja stiga línunni og stela boltanum af manni sem stendur á vítalínunni bara með því að teygja sig, ótrúlegt að fylgjast með þessu. Hann mun eiga flott einstaklingsaugnablik en í liði sem tapar 60 leikjum þá getur þú ekki verið valinn varnarmaður ársins.“ „Ég er sammála Tomma. Tölvunördarnir eru löngu búnir að taka yfir og þeir munu finna einhverskonar varnartölfræði liðsins sem verður of léleg,“ bætti Sigurður Orri við. Sam Presti er besti framkvæmdastjórinn í NBA „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi,“ sagði Kjartan Atli um framkvæmdastjóra Oklahoma City Thunder. Sérfræðingarnir voru þó ekki alveg jafn seldir. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Lögmál leiksins er farið af stað á nýjan leik fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta. Að sjálfsögðu var „Nei eða Já“ á sínum stað. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins taka afstöðu til hennar. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson. Klippa: Lögmál leiksins: Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi Bandaríkin vinna Ólympíuleikana 2024 Sérfræðingarnir gátu vart verið meira sammála og töldu svo upp stjörnurnar sem Bandaríkjamenn geta boðið upp á þegar leikarnir hefjast næsta sumar. Damian Lillard voru þau stærstu í sumar „Já, en hvort þau munu skipta mestu máli. Ég held að Jrue Holiday skiptin gætu verið þau sem skipta mestu máli,“ sagði Sigurður Orri sem telur Boston Celtics vera að sækja betri leikmann en þeir höfðu í Marcus Smart. „Já þetta eru stærstu skiptin, ekki orð um það meir,“ bætti Tómas við. Báðir sérfræðingarnir voru sammála um að Chris Paul í Golden State Warriors hefðu samt verið skrítnustu skiptin. Victor Wembanyama verður varnarmaður ársins „Það er þannig að stóru mennirnir fá yfirleitt þessa styttu. Er stöðubróðir þinn að fara taka þetta,“ spurði Kjartan Atli og beindi spurningu sinni til Tómasar. „Hann mun verja töluvert af skotum og svo hefur maður líka séð hann standa á þriggja stiga línunni og stela boltanum af manni sem stendur á vítalínunni bara með því að teygja sig, ótrúlegt að fylgjast með þessu. Hann mun eiga flott einstaklingsaugnablik en í liði sem tapar 60 leikjum þá getur þú ekki verið valinn varnarmaður ársins.“ „Ég er sammála Tomma. Tölvunördarnir eru löngu búnir að taka yfir og þeir munu finna einhverskonar varnartölfræði liðsins sem verður of léleg,“ bætti Sigurður Orri við. Sam Presti er besti framkvæmdastjórinn í NBA „Talað um Presti eins og hann sé hinn útvaldi,“ sagði Kjartan Atli um framkvæmdastjóra Oklahoma City Thunder. Sérfræðingarnir voru þó ekki alveg jafn seldir. „Nei eða Já“ má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik