Áfram stálp og stelpur! Sóley Tómasdóttir skrifar 24. október 2023 11:31 Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar