Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. október 2023 07:31 Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. En þetta ekki svona einfalt. Það er dýrt að skipuleggja og þróa ný hverfi. Það þarf að fjárfesta í innviðum, skólum, leikskólum, gatnakerfi og veitukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög verða að taka þetta að láni. Í Hafnarfirði, þar sem ég þekki ágætlega til, erum við enn að súpa seyðið af því að hafa skipulagt nýtt hverfi á óheppilegum tíma, við lok góðærisins. Við Hrunið fraus byggingamarkaðurinn og við sátum uppi með stökkbreytt lán sem við gátum illa borgað af og lóðir sem ekki seldust. Það sama virðist mér hafa gerst í Árborg. Þar ákvað sveitarfélagið að hlýða kallinu um að sveitarfélögin færu í stórfellda uppbyggingu til að koma til móts við hina miklu og hröðu eftirspurn sem þá var, í kjölfar Covid 19. Á skömmum tíma breyttist efnahagsumhverfi landsins sem leiddi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hvarf á örskotsstundu. Eftir situr sveitarfélag í fjárhagslegri öndunarvél. Þessi tvö dæmi benda til þess að uppbygging stórra nýrra hverfi getur verið mikil áhættufjárfesting og því óheppilegt að sveitarfélög þurfi að taka þá áhættu án aðstoðar. Sveitarfélög hafa ekki efni á því að sitja á fullbúnum lóðum og innviðum í langan tíma. Best er að byggja upp jafnt og rólega án tillits til þess hvernig árar í samfélaginu. Það minnkar fjárhagslega áhættu sveitarfélaga og ætti að skapa grundvöll fyrir meiri verðstöðugleika á fasteignamarkaði. Þannig er þetta ekki því raunveruleikinn er dyntótt efnahagslíf sem annað hvort frystir markaðinn eða þenur upp að suðumarki. Það þarf töluverða heppni að ná að byggja og selja á milli frosts og funa. Hver er lausnin? Ef við viljum hafa hér jafna uppbyggingu húsnæðismarkaðar þá verða ríki, sveitarfélög og fjármálakerfið að taka höndum saman og skapa hér umgjörð um nægt lóðaframboð, örugga fjármögnun og regluverk sem stuðlar að styttri byggingartíma og þar með minni fjármagnskostnaði. En það má einnig spyrja sig þeirrar spurningar af hverju þetta hafi ekki verið gert. Ein ástæðan gæti verið sú að eftir töluverðu sé að slægjast því bólumyndun á fasteignamarkaði hefur gert marga ríka með tiltölulega auðveldum hætti. Það er ekki vænlegt til árangurs að leggja alla ábyrgð á þann aðila sem hefur minnstu fjárhagslegu burðina til að standa undir áhættunni. Þessari áhættu þarf að dreifa, annars náum við aldrei jafnvægi á þessum markaði. Almennt efnahagsástand, þungt regluverk og hátt vaxtastig hafa mest áhrif á þennan markað. Viðbrögðin hafa verið þau að hver bendir á annan. Þau viðbrögð skila nákvæmlega engu. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun