Lokatölur leiksins voru 1-2 en Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus skoruðu mörk Arsenal.
„Við erum svo ánægðir með þennnan sigur. Það hafa ekki mörg lið komið hingað síðustu tíu árin og unnið en við gerðum það í kvöld,“ byrjaði Arteta að segja.
„Ég var mjög ánægður með spilamennskuna fyrstu sextíu mínútur leiksins, leikurinn var að spilast alveg eins og við vildum að hann myndi spilast,“ hélt Arteta áfram að segja.
„En eftir að við komumst í 2-0 þá hefðum við átt að skora þriðja markið því við fengum tækifæri til þess. En þess í stað fengum við á okkur horn og úr því kom markið þeirra sem gerði þetta óþægilegt fyrir okkur.“
„En við vörðumst vel og gáfum okkur alla í þetta og eigum því þennan sigur skilinn,“ endaði Arteta að segja eftir leik.