Við þurfum öfluga bændur! Friðrik Sigurðsson skrifar 25. október 2023 14:31 Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Byggðamál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Eftir á annan tug stýrivaxtahækkana er farið að reyna verulega á fjárhaginn hjá mörgum íbúum og rekstraraðilum á Íslandi. Bændur landsins virðast vera „Kanarífuglinn í kolanámunni“ og eru margir þeirra orðnir algjörlega uppgefnir á stöðunni og farnir að tala um að hætta rekstri. Það yrði mikið áfall fyrir þá og þeirra fjölskyldur svo ekki sé horft til þess hversu mikið áfall það yrði fyrir þjóðina ef fjöldi bænda hættir rekstri. Bændur eru og eiga að vera áfram ein af grunnstoðum samfélagsins á Íslandi. Sú grunnstoð þarf að vera sjálfbær og byggð á almannahagsmunum. Matvælaöryggi þjóðarinnar er að mati undirritaðs augljóslega einn af þeim þáttum sem máli skipta þegar kemur að velferð þjóðarinnar. Ungir bændur þurfa að fá eðlilegan stuðning til að koma undir sig fótunum og hefja búskap. Hér þarf sameiginlegt átak hins opinbera bæði til að auðvelda þeim að hefja búskap og einnig til að auðvelda þeim að halda áfram búskap þegar vextir eru farnir að sliga eðlilegan rekstur hjá þeim. Ríkisvaldið brást hratt við í Covid og leysti ferðaþjónustuna úr erfiðri stöðu með lánum á hagstæðum vöxtum og styrkjum. Slíkar skammtímalausnir þarf að finna í málum bænda sem fyrst. Til lengri tíma er það svo skoðun undirritaðs að frelsi bænda til nýsköpunar og framleiðslu þarf að auka og styrkja .arf enn frekar fjármagn til nýsköpunar í sveitum landsins. Þar er að mínu mati innganga í ESB ein af forsendum þess að ná meiri stöðugleika í fjármálum landsins og efla getu landbúnaðar á Íslandi til stórkostlegs tollfrjáls útflutnings til ESB landa á heilnæmum landbúnaðarafurðum sem bændur Íslands framleiða. Ég hvet að lokum alla sem styðja bændur að mæta í Salinn í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 26. október kl.13:00 og standa þétt við bakið á ungum bændum sem halda þar baráttufund fyrir því að tryggja sér laun fyrir lífi. Það skiptir okkur öll máli að á Íslandi verði áfram öflugir bændur. Höfundur er fulltrúi í málefnaráði Viðreisnar, sonur fyrrverandi bænda og Þingeyingur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar