Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. október 2023 11:52 Fv.: Hugrún Elvarsdóttir, verkefna- og fræðslustjóri UAK og varaformaður félagsins og Aðalheiður J. Óskarsdóttir samskiptastjóri UAK og stjórnarkona í félaginu. UAK hélt ráðstefnu í tilefni Kvennaverkfallsins undir yfirskriftinni Tölum um ofbeldi. Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. Sumum rak hins vegar í rogastans að í þetta sinn væri sjónunum ekki aðeins beint að launamismun kynja eða hversu fáar konur eða kvár komast í æðstu stöðugildi í samanburði við karlmenn, heldur líka ofbeldi. Að mati UAK, félags Ungra athafnakvenna, er hins vegar ekki hægt að ná jafnrétti til fulls, án þess að ráðast að rót vandans; að breyta viðhorfinu til kvenna. Í tilefni Kvennaverkfallsins stóð félagið því fyrir ráðstefnu á þriðjudagskvöldið þar sem málin voru rædd undir yfirskriftinni ,,Tölum um ofbeldi.“ Á viðburði UAK voru gestirnir: Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn, Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast, Adriana K. Pétursdóttir leiðtogi í starfsmannaþjónustu Rio Tinto og Guðný S. Bjarnadóttir formaður Hagsmunasamtaka brotaþola, Þórunn Eymundsdóttir meðferðaráðgjafi hjá Heimilisfriði og ráðgjafarnir Karen Birna V. Ómarsdóttir og Svava G. Helgadóttir sem starfa hjá Bjarkahlíð. Í dag og á mánudag fjallar Atvinnulífið um þann vinkil kvennaverkfallsins 2024 sem ekki hefur verið jafn áberandi í jafnréttisumræðunni áður og einmitt þessa vikuna: Kynbundið ofbeldi og öryggi fólks á vinnustað. Tölum um ofbeldi En hvað fékk UAK til að taka ofbeldi sérstaklega til umfjöllunar í tilefni Kvennaverkfallsins 2024? „Það kom svo skýrt fram á heilsdags ráðstefnu UAK í vor að kynbundið ofbeldi er svo stórt samfélagsmein að það er eiginlega ekki hægt að tala um jafnrétti á meðan þessi mál eru í svona miklu ólagi. Kynbundið ofbeldi stóð upp úr eins og rauður þráður í erindum dagsins og umræðu okkar félagskvenna þegar að dagskrá ráðstefnunnar lauk,“ segir Aðalheiður J. Óskarsdóttir samskiptastjóri UAK og stjórnarkona í félaginu. Hugrún Elvarsdóttir, verkefna- og fræðslustjóri UAK og varaformaður félagsins, segir að eftir þessa ráðstefnu hafi stjórn UAK ákveðið að taka málið lengra og til ítarlegrar skoðunar. Meðal annars með því að funda með Bjarkahlíð, miðstöð fyrir þolendur. Samkvæmt ársskýrslu Bjarkarhlíðar er þriðja hver kona sem hefur upplifað ofbeldi en 88% þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar árið 2022 voru konur. Þá sýna tölur að helmingur afbrota á Íslandi er heimilisofbeldi. „Það eru þó ekki aðeins þessar upplýsingar frá Bjarkahlíð sem við erum að horfa til, heldur líka sláandi niðurstöður um líðan barna og unglinga á Íslandi,“ segir Hugrún og bætir við dæmi úr Íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð var fyrir grunnskólanemendur á Íslandi síðastliðið vor. „Í þessum niðurstöðum kemur meðal annars fram að sjötta hver stúlka í 10.bekk hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu fullorðins aðila og að 15% stúlkna í 10.bekk hefur verið nauðgað af jafnaldra.“ Að því leiðir þurfi að reyna að grípa ungt fólk enn fyrr en á unglingastiginu. Þannig sé frekar hægt að sporna við því viðhorfi sem ríkir til kvenna og meðal annars endurspeglast í staðreyndum um kynbundið ofbeldi. Þá segja Aðalheiður og Hugrún að UAK telji málefnið mikilvægan lið í starfi félagsins enda sé eitt helsta markmið UAK að stuðla að hugarfarsbreytingu. Á ráðstefnunni Tölum um ofbeldi var því ákveðið að ganga skrefinu lengra og hefja sölu á sérstakri stílabók þar sem allur ágóði stílabókarinnar rennur til Bjarkahlíðar. Nánar um stílabókina má sjá hér. Helmingur afbrota á Íslandi er heimilisofbeldi og Aðalheiður og Hugrún segja lítið hægt að tala um jafnrétti á meðan kynbundið ofbeldi er svona algengt. UAK vill fræða sínar félagskonur um hvaða úrræði standa þeim til boða og segja nauðsynlegt að hugarfar til kvenna breytist. Fáir vita hvað EKKO er Aðalheiður og Hugrún segja að margt hafi áunnist í jafnréttismálum á Íslandi síðustu árin og aukin umræða um kynbundið ofbeldi í kjölfar @metoo sé af hinu góða. Lengi vel hafi ofbeldi til dæmis verið skilgreint í hugum margra sem líkamlegt ofbeldi, en í dag sé fólk almennt farið að þekkja betur til ofbeldis sem er andlegt, stafrænt, fjárhagslegt og fleira. Þá sé ekki langt síðan talað var um heimilisofbeldi sem ,,heimilisófrið.“ Enn þurfi þó að útrýma mjög rótgróinni menningu þar sem viðhorfinu til kvenna þurfi einfaldlega að breyta. Mestu líkurnar séu á því að ná árangri í jafnréttinu ef kynbundið ofbeldi verður upprætt. Oft vanti þó upp á áhugann á þessu efni. Sem dæmi benda þær á að þótt helmingur afbrota á Íslandi felist í heimilisofbeldi, séu slík mál sjaldnast í fréttum fjölmiðla. Á meðan alvarlegar líkamsárásir eins og hnífstungumál og fleira, rati flestar í fréttir. Fjölmiðlar hafi þó sömu upplýsingar frá lögreglu um tilfelli heimilisofbeldis og annarra líkamsárása. Þetta sé mögulega gott dæmi um það hvert ríkjandi viðhorf sé. Í atvinnulífinu hafi löggjafinn gert ýmislegt til að stuðla betur að jafnrétti. Til dæmis með kynjakvótalögum eða Jafnlaunavottun. „Persónulega er ég hrædd við þetta jafnlaunakerfi, sem er kostnaðarsamt fyrir marga vinnustaði en að mínu mati frekar bitlaust verkfæri þegar á reynir því innan kerfisins geta stjórnendur og vinnustaðir svolítið stýrt hlutunum. Þess vegna vil ég meina að rót vandans felist frekar í þessari viðhorfsbreytingu sem þarf að eiga sér stað þannig að kynbundin mismunun og ofbeldi eigi sér ekki stað,“ segir Aðalheiður. Í kynningu á viðburði UAK, Tölum um ofbeldi, kemur meðal annars fram að UAK telji mikilvægt að vekja athygli á þeim úrræðum sem standa félagskonum til boða, til dæmis í Bjarkahlíð en eins hvernig vinnustaðir geta brugðist við kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þar sé til dæmis áhugavert kerfi sem allir vinnustaðir geti innleitt í kjölfar breytinga á lögum sem eiga að tryggja öryggi fólks á vinnustöðum. Þetta kerfi heitir EKKO og stendur fyrir: Einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. „Fólk er samt ekki nógu upplýst. Til dæmis bað einn fyrirlesarinn ráðstefnugesti til að rétta upp hönd sem þekkja EKKO á sínum vinnustað. Það rétti enginn upp hönd,“ segir Aðalheiður og bætir við: EKKO er samt eitthvað sem allir vinnustaðir ættu að þekkja og helst ættu öll fyrirtæki og stofnanir að sjá til þess að EKKO sé eitthvað sem allt starfsfólk þekkir og finnst bara sjálfsagt að sé til staðar.“ Í Atvinnulífinu á mánudag verður fjallað um EKKO. Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Jafnréttismál Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Kvennaverkfall Tengdar fréttir Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Vísbendingar um heimilisofbeldi sem þú sem vinnufélagi ættir að vita af og hafa í huga Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi. 5. nóvember 2020 07:01 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Sumum rak hins vegar í rogastans að í þetta sinn væri sjónunum ekki aðeins beint að launamismun kynja eða hversu fáar konur eða kvár komast í æðstu stöðugildi í samanburði við karlmenn, heldur líka ofbeldi. Að mati UAK, félags Ungra athafnakvenna, er hins vegar ekki hægt að ná jafnrétti til fulls, án þess að ráðast að rót vandans; að breyta viðhorfinu til kvenna. Í tilefni Kvennaverkfallsins stóð félagið því fyrir ráðstefnu á þriðjudagskvöldið þar sem málin voru rædd undir yfirskriftinni ,,Tölum um ofbeldi.“ Á viðburði UAK voru gestirnir: Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn, Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast, Adriana K. Pétursdóttir leiðtogi í starfsmannaþjónustu Rio Tinto og Guðný S. Bjarnadóttir formaður Hagsmunasamtaka brotaþola, Þórunn Eymundsdóttir meðferðaráðgjafi hjá Heimilisfriði og ráðgjafarnir Karen Birna V. Ómarsdóttir og Svava G. Helgadóttir sem starfa hjá Bjarkahlíð. Í dag og á mánudag fjallar Atvinnulífið um þann vinkil kvennaverkfallsins 2024 sem ekki hefur verið jafn áberandi í jafnréttisumræðunni áður og einmitt þessa vikuna: Kynbundið ofbeldi og öryggi fólks á vinnustað. Tölum um ofbeldi En hvað fékk UAK til að taka ofbeldi sérstaklega til umfjöllunar í tilefni Kvennaverkfallsins 2024? „Það kom svo skýrt fram á heilsdags ráðstefnu UAK í vor að kynbundið ofbeldi er svo stórt samfélagsmein að það er eiginlega ekki hægt að tala um jafnrétti á meðan þessi mál eru í svona miklu ólagi. Kynbundið ofbeldi stóð upp úr eins og rauður þráður í erindum dagsins og umræðu okkar félagskvenna þegar að dagskrá ráðstefnunnar lauk,“ segir Aðalheiður J. Óskarsdóttir samskiptastjóri UAK og stjórnarkona í félaginu. Hugrún Elvarsdóttir, verkefna- og fræðslustjóri UAK og varaformaður félagsins, segir að eftir þessa ráðstefnu hafi stjórn UAK ákveðið að taka málið lengra og til ítarlegrar skoðunar. Meðal annars með því að funda með Bjarkahlíð, miðstöð fyrir þolendur. Samkvæmt ársskýrslu Bjarkarhlíðar er þriðja hver kona sem hefur upplifað ofbeldi en 88% þeirra sem leituðu til Bjarkarhlíðar árið 2022 voru konur. Þá sýna tölur að helmingur afbrota á Íslandi er heimilisofbeldi. „Það eru þó ekki aðeins þessar upplýsingar frá Bjarkahlíð sem við erum að horfa til, heldur líka sláandi niðurstöður um líðan barna og unglinga á Íslandi,“ segir Hugrún og bætir við dæmi úr Íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð var fyrir grunnskólanemendur á Íslandi síðastliðið vor. „Í þessum niðurstöðum kemur meðal annars fram að sjötta hver stúlka í 10.bekk hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu fullorðins aðila og að 15% stúlkna í 10.bekk hefur verið nauðgað af jafnaldra.“ Að því leiðir þurfi að reyna að grípa ungt fólk enn fyrr en á unglingastiginu. Þannig sé frekar hægt að sporna við því viðhorfi sem ríkir til kvenna og meðal annars endurspeglast í staðreyndum um kynbundið ofbeldi. Þá segja Aðalheiður og Hugrún að UAK telji málefnið mikilvægan lið í starfi félagsins enda sé eitt helsta markmið UAK að stuðla að hugarfarsbreytingu. Á ráðstefnunni Tölum um ofbeldi var því ákveðið að ganga skrefinu lengra og hefja sölu á sérstakri stílabók þar sem allur ágóði stílabókarinnar rennur til Bjarkahlíðar. Nánar um stílabókina má sjá hér. Helmingur afbrota á Íslandi er heimilisofbeldi og Aðalheiður og Hugrún segja lítið hægt að tala um jafnrétti á meðan kynbundið ofbeldi er svona algengt. UAK vill fræða sínar félagskonur um hvaða úrræði standa þeim til boða og segja nauðsynlegt að hugarfar til kvenna breytist. Fáir vita hvað EKKO er Aðalheiður og Hugrún segja að margt hafi áunnist í jafnréttismálum á Íslandi síðustu árin og aukin umræða um kynbundið ofbeldi í kjölfar @metoo sé af hinu góða. Lengi vel hafi ofbeldi til dæmis verið skilgreint í hugum margra sem líkamlegt ofbeldi, en í dag sé fólk almennt farið að þekkja betur til ofbeldis sem er andlegt, stafrænt, fjárhagslegt og fleira. Þá sé ekki langt síðan talað var um heimilisofbeldi sem ,,heimilisófrið.“ Enn þurfi þó að útrýma mjög rótgróinni menningu þar sem viðhorfinu til kvenna þurfi einfaldlega að breyta. Mestu líkurnar séu á því að ná árangri í jafnréttinu ef kynbundið ofbeldi verður upprætt. Oft vanti þó upp á áhugann á þessu efni. Sem dæmi benda þær á að þótt helmingur afbrota á Íslandi felist í heimilisofbeldi, séu slík mál sjaldnast í fréttum fjölmiðla. Á meðan alvarlegar líkamsárásir eins og hnífstungumál og fleira, rati flestar í fréttir. Fjölmiðlar hafi þó sömu upplýsingar frá lögreglu um tilfelli heimilisofbeldis og annarra líkamsárása. Þetta sé mögulega gott dæmi um það hvert ríkjandi viðhorf sé. Í atvinnulífinu hafi löggjafinn gert ýmislegt til að stuðla betur að jafnrétti. Til dæmis með kynjakvótalögum eða Jafnlaunavottun. „Persónulega er ég hrædd við þetta jafnlaunakerfi, sem er kostnaðarsamt fyrir marga vinnustaði en að mínu mati frekar bitlaust verkfæri þegar á reynir því innan kerfisins geta stjórnendur og vinnustaðir svolítið stýrt hlutunum. Þess vegna vil ég meina að rót vandans felist frekar í þessari viðhorfsbreytingu sem þarf að eiga sér stað þannig að kynbundin mismunun og ofbeldi eigi sér ekki stað,“ segir Aðalheiður. Í kynningu á viðburði UAK, Tölum um ofbeldi, kemur meðal annars fram að UAK telji mikilvægt að vekja athygli á þeim úrræðum sem standa félagskonum til boða, til dæmis í Bjarkahlíð en eins hvernig vinnustaðir geta brugðist við kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þar sé til dæmis áhugavert kerfi sem allir vinnustaðir geti innleitt í kjölfar breytinga á lögum sem eiga að tryggja öryggi fólks á vinnustöðum. Þetta kerfi heitir EKKO og stendur fyrir: Einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. „Fólk er samt ekki nógu upplýst. Til dæmis bað einn fyrirlesarinn ráðstefnugesti til að rétta upp hönd sem þekkja EKKO á sínum vinnustað. Það rétti enginn upp hönd,“ segir Aðalheiður og bætir við: EKKO er samt eitthvað sem allir vinnustaðir ættu að þekkja og helst ættu öll fyrirtæki og stofnanir að sjá til þess að EKKO sé eitthvað sem allt starfsfólk þekkir og finnst bara sjálfsagt að sé til staðar.“ Í Atvinnulífinu á mánudag verður fjallað um EKKO.
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Jafnréttismál Starfsframi Samfélagsleg ábyrgð Kvennaverkfall Tengdar fréttir Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06 „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Vísbendingar um heimilisofbeldi sem þú sem vinnufélagi ættir að vita af og hafa í huga Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi. 5. nóvember 2020 07:01 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. 25. júní 2023 09:06
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00
Vísbendingar um heimilisofbeldi sem þú sem vinnufélagi ættir að vita af og hafa í huga Vinnustaðurinn er oft einu tengslin sem þolendur heimilisofbeldis hafa við samfélagið og þeir skipta miklu máli til að sporna við ofbeldinu segir Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins meðal annars í viðtaliÞá getur samstarfsfól. k verið vakandi yfir vísbendingum um ofbeldi. 5. nóvember 2020 07:01
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01