Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir þurfa að samhæfa störf þeirra sem koma að mansalsmálum. Þá séu opinberar tölur aðeins toppurinn á ísjakanum. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum. Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum.
Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent