Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 23:02 Lögregla hefur leitað Card á landi, í ám og í sjó. Vísir/EPA Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31