Síðasta lag Bítlanna kemur út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. október 2023 13:38 Allir fjórir Bítlarnir gefa út nýtt lag í næstu viku. Getty Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar. Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP. Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP.
Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira