Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2023 11:10 Bandaríski herinn hefur birtmyndband af atvikinu þegar kínverskri herþotu var flogið upp að bandarískri sprengjuflugvél. AP/Herafli Bandaríkjanna Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys. J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
J-11 orrustuþotu var flogið upp að B-52 sprengjuflugvél og flaug kínverski flugmaðurinn undir og framfyrir sprengjuvélina en þegar mest var flaug hann innan þrjá metra frá flugvélinni. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi segir að herinn hafi áhyggjur af því að kínverski flugmaðurinn hafi ekki áttað sig á því hve nærri hann fór því að valda stórslysi. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að Bandaríkjamönnum sé um að kenna. Það að flugvélinni hafi yfir höfuð verið flogið yfir Suður-Kínahafi hafi verið vísvitandi ögrun. Henni hafi verið flogið í þúsunda kílómetra fjarlægð frá Bandaríkjunum og það stuðli ekki að friði og stöðugleika. Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og er þar á meðal hafsvæði Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu og hafa þeir aldrei viðurkennt úrskurðinn. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um alþjóðlegt hafsvæði í Suður-Kínahafi og flogið herflugvélum þar yfir, með því yfirlýsta markmiði að tryggja frjálsa flutninga um svæðið.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38 Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27. október 2023 07:25
Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. 25. október 2023 08:50
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. 23. október 2023 13:38
Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. 20. október 2023 08:31
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. 17. október 2023 10:47