Neville og Carra rifust um Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 09:00 Gary Neville og Jamie Carragher hafa sterkar skoðanir á ástandinu hjá Manchester United. Getty/John Walton Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira