Engin friðhelgi fyrir forseta Íslands og ráðherra Ástþór Magnússon skrifar 31. október 2023 15:33 Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Breski þingmaðurinn Crispin Blunt sem jafnframt er stjórnarmaður í Alþjóðasamtökum réttlætis fyrir Palestínu undirbýr nú aðgerðir gegn ráðamönnum fyrir að stuðla að stríðsglæpum á Gaza. Íslenskir ráðamenn verða kærðir til alþjóða stríðsglæpadómstólsins Alþjóðastofnunin Friður 2000 styður slíkar aðgerðir gegn ráðamönnum sem styðja fjöldamorðin á almennum borgurum og börnum sem við erum nú að sjá af hálfu Ísrael. Ísland grefur undan alþjóðalögum Íslenskir ráðamenn hafa verið með yfirlýsingar um að þeir standi með Ísrael og á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sat Ísland hjá þegar reynt var að stöðva blóðbaðið með sameiginlegri ályktun þjóða heims. Ályktunin var samþykkt. Ísland er nú í hópi útlagaþjóða sem grafa undan alþjóðalögum með stuðningi við aðskilnaðarstefnu, landrán og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínsku þjóðinni. Nýtt landakort Forsætisráðherra Ísrael og fylgisveinar hans fara í engar grafgötur með áætlanir sínar. Þeir vinna að því fyrir opnum tjöldum að útrýma Palestínu. S.l. september sýndi Benjamin Netanyahu nýtt kort af Ísrael á allsherjarþingi S.Þ. þar sem búið var að afmá Palestínu. Sagðist vera að endurskipuleggja mið austurlönd. Á sama tíma beittu vopnaðir Ísraelskir landtökumenn auknu ofbeldi að sölsa undir sig palestínsk heimili og ræktunarland. Þeir hafa stundað þessa iðju í áratugi, drepið þúsundir og sent milljónir á flótta. Klára verkið með þjóðarmorði Fyrrum dómsmálaráðherra Ísrael birti grein 14 júlí 2014 sem sagði að drepa ætti palestínskar mæður og leggja heimili þeirra í rúst svo þær gætu ekki fætt fleiri “snáka”. Nú, áratug síðar, ráðgerir Ísrael að klára verkið með þjóðarmorði með stuðningi Vestrænna leiðtoga m.a. Íslenskra ráðamanna sem keppast við að styðja stríðsglæpamanninn. Mannúðaraðstoð með líkkistum Hvað felst í því þegar Íslenskir ráðamenn segjast standa með Ísrael? Standa þeir með aðskilnaðarstefnu Ísrael? Standa þeir með því að ráðast inn á heimili fólks, reka það á vergang og jafna byggingar við jörðu með stórtækum vinnuvélum? Standa þeir með áformum Benjamin Netanyahu um að afmá Palestínu? Hvað þarf þetta fólk að sjá mörg börn myrt í Gaza? Hvaða mannúðaraðstoð ætlar Ísland að senda til Gaza? Líkkistur? Ekki í mínu nafni Framtíð Palestínu veltur á almennum borgurum þessa lands. Við þurfum að taka fram fyrir hendurnar á ráðamönnum sem styðja aðskilnaðarstefnu, landrán og fjöldamorð í okkar nafni. Slíkt fólk á ekki heima á Bessastöðum eða Alþingi. Vörpum þeim á dyr í næstu kosningum. Höfundur er stofnandi Friðar 2000
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun