Í tilkynningu frá Isavia segir að fyrirhugaðar framkvæmdir gangi út á að tryggja betur umferðaröryggi og öryggi gangandi farþega á svæðinu. Stendur til að bæta við gönguþverun og því þarf á meðan að takmarka aðgengi að brottfararrennunni svonefndu fyrir utan brottfararsalinn.

„Á tímabilinu verður aðeins hægt að aka rútum, strætisvögnum og leigubílum um brottfararrennuna sem er rauðmerkt á svæðinu á myndinni hér fyrir neðan.
Farþegar sem koma á einkabílum er bent á að hægt er að fara inn á skammtímabílastæði P1 (grænmerkta leiðin á myndinni fyrir ofan) og leggja þar bifreið í allt að 15 mínútur þeim að kostnaðarlausu á hverjum sólarhring,“ segir í tilkynningunni.
