Isaac á leið aftur til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2023 13:33 Isaac Kwateng, er á leið aftur til landsins. Vísir/Ívar Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, hefur fengið dvalar-og atvinnuleyfi. Hann er því væntanlegur til Íslands frá Gana. Mbl.is greindi fyrst frá en María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Isaac kom fyrst til landsins árið 2017 sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. „Við fáum hann vonandi heim fljótt,“ segir Maria. Hún segist hafa lítinn skilning á því hvers vegna umsóknarferlið sé eins og það er, þar sem umsækjanda sé gert að vera í heimalandinu þegar sótt sé um vernd. „Þetta er galin sóun,“ segir Maria. Isaac hafði starfaði sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022. Isaac var vísað úr landi þann 16. október síðastliðinn. Degi áður mættu um það bil sjö hundruð manns á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir Isaac í Laugardalnum. Hann sagðist við tilefnið í samtali við fréttastofu eiga erfitt með að lýsa tilfinningum sínum. Um hefði verið að ræða dag sem hann myndi aldrei gleyma. Áður hafði hann sagt að hann hefði engan skilning á því hvers vegna sér hefði verið vísað úr landi. Hans biði ekkert í Gana. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ sagði Isaac í júlí síðastliðnum. Hann benti á að hann hefði greitt skatta hér á landi, væri að læra íslensku og hefði upplifað sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá ætti hann óafgreidda umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert. Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. 4. október 2023 14:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá en María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Isaac kom fyrst til landsins árið 2017 sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. „Við fáum hann vonandi heim fljótt,“ segir Maria. Hún segist hafa lítinn skilning á því hvers vegna umsóknarferlið sé eins og það er, þar sem umsækjanda sé gert að vera í heimalandinu þegar sótt sé um vernd. „Þetta er galin sóun,“ segir Maria. Isaac hafði starfaði sem vallarstjóri Þróttar frá upphafi árs 2022. Isaac var vísað úr landi þann 16. október síðastliðinn. Degi áður mættu um það bil sjö hundruð manns á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir Isaac í Laugardalnum. Hann sagðist við tilefnið í samtali við fréttastofu eiga erfitt með að lýsa tilfinningum sínum. Um hefði verið að ræða dag sem hann myndi aldrei gleyma. Áður hafði hann sagt að hann hefði engan skilning á því hvers vegna sér hefði verið vísað úr landi. Hans biði ekkert í Gana. „Ég skil ekki hvers vegna þau vilji að ég fari?“ sagði Isaac í júlí síðastliðnum. Hann benti á að hann hefði greitt skatta hér á landi, væri að læra íslensku og hefði upplifað sig sem mikilvægan þjóðfélagsþegn. Þá ætti hann óafgreidda umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef gert allt sem ég hefði getað gert.
Gana Hælisleitendur Þróttur Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. 4. október 2023 14:08 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Framtíðin sé á Íslandi en verður sendur út eftir nokkra daga Á dögunum kom lögreglumaður á skrifstofu Þróttar og tilkynnti að búið væri að kaupa flugmiða fyrir vallarstjóra félagsins. Honum á að vísa úr landi þann sextánda október næstkomandi. 4. október 2023 14:08