„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 22:22 Rúnar Ingi sagðist hafa látið sínar konur heyra það í hálfleik. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira