
Síðasta vika markaði töfrandi tímamót fyrir merkið, en eftir ríflega 20 ár á markaði hafa vörurnar fengið algjöra yfirhalningu með nýju útliti og nýjum ilm.
„Við þessi tímamót fannst okkur fullkomið tækifæri til þess að halda rækilega gott partý með samstarfsaðilum okkar og að sjálfsögðu var það jafnt bleikt og vörurnar sjálfar!" segja Elín E Stefánsdóttir og Karen Elva Smáradóttir hjá CU2. „Það kom ekkert annað til greina en að halda bleika partýið í Höfuðstöðinni enda fullkominn staður fyrir ekta skvísupartý og passar vel við stuð og skvísuanda Lee Stafford! Saman komu áhrifavaldar, starfsfólk úr verslunum og aðrir sem vinna með vörumerkið til að fagna áfangangum með okkur.”

„Hárgreiðslufólk sýndi listir sínar og skapaði flottar partýgreiðslur, DJ Karítas sá um að allir væru í stuði og auðvitað voru svo allir leystir út með veglegum Lee Stafford gjafapoka. Það var gríðarleg stemning í fólki og fullt út úr dyrum svo það var ekki annað að heyra en að gestir væru í skýjunum með þetta allt saman, enda alltaf gaman að fagna saman og brjóta uppá hversdagsleikann!”
Lee Stafford vörumerkið hefur alltaf snúist um sköpunarkraft, fjölbreytni og gleðina sem fylgir virkilega góðum hárdegi. Þetta tímamótateiti var hátíð þessara gilda og er þetta bara byrjunin á nýjum tíma fyrir okkur.






