Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza Vera Knútsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn. Mér er mjög umhugað um stefnu Íslands gagnvart Palestínu en svo virðist sem að kúvending hafi orðið á stuðningi Íslands við Palestínu. Hvers vegna er mikilvægara að fordæma árásir Hamas þann 7. október sl. en að fara fram á tafarlaust vopnahlé á Gaza þar sem þúsundir hafa verið drepnir í árásum Ísraela. Það er nefnilega hægt að gefa út sér fordæmingu á Hamas og styðja ályktun um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Ætlið þið bara að sitja hjá og gera ekki neitt nema að leyfa utanríkisráðherra að þræta fyrir árásir Ísraela á almenna borgara (sbr. afneitun á árásum Ísraels á Jabaliya flóttamannabúðirnar)? Trúið þið virkilega áróðri ísrelskra stjórnvalda? Hafið þið fylgst með því sem er raunverulega að gerast í Ísrael og svo í Palestínu? Og já ætlið þið að leyfa Bjarna bara að sitja áfram í þessari ríkisstjórn? Hafið þið séð fréttirnar frá Ísrael þar sem að fólk, bæði ísraelskir gyðingar og arabar hafa misst vinnuna, verið handtekin eða vísað úr skóla fyrir að gagnrýna með einhverjum hætti (í orði, riti eða á samfélagsmiðlum) árásir stjórnvalda á almenna borgara í Gaza og óska eftir vopnahléi? Hafið þið séð fréttirnar um að lítið sem ekkert er gert við ofsóknum á aröbum í Ísrael og myndum og efnis þar sem hvatt er til útrýmingu Palestínumanna? Eruð þið búin að sjá skjölin frá ráðuneyti leyniþjónustu Ísraels sem fjalla um hvernig fjarlægja má alla Palestínumenn frá Gaza? Já eða bara fréttirnar af ólöglega landtökufólkinu á vesturbakkanum og ógeðfeldar árásir þeirra á saklausa palestínska borgara? Það eru allar teiknir á lofti að þjóðarmorð sé að eiga sér stað. Ætlið þið í alvörunni að sitja hjá og leyfa því að gerast? Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ekki í mínu nafni. Ég dauðskammast mín fyrir ykkur! Ég er bálreið út í ykkur fyrir þetta auma aðgerðarleysi ykkar. Ísland hefur haft það á stefnu sinni að styjða við sjálfstætt ríki Palestínu og hefur jafnan sýnt stuðning sinn í verki. Er ykkur bara drullusama núna af því að Palestínumenn eru arabar og flestir múslimar? Eru líf þeirra ykkur minna virði? Hversu mörg börn þurfa að deyja þangað til að þið vaknið til lífsins og takið ykkur til við að ljá rödd ykkar við óskir um frið, réttlæti og mannúð? Við erum með þetta fína friðarsetur í Höfða, er ekki mál að standa við stóru orðin um að Ísland sé boðberi friðar í heiminum? Ég vona svo sannarlega að þið vaknið til lífsins og áttið ykkur á því að áróður Ísraels er ekkert annað en það. Nei, það breytir engu þó að IDF haldi því fram að almennir borgarar séu varaðir við og þeim sagt að fara annað því þeir drepa bara fólk á flótta. Þeir sprengja sjúkrahús, skóla, flóttamannabúðir, byggingar Sameinuðu þjóðanna. IDF er með GPS hnit af byggingum SÞ, sjúkrahúsum og öðrum augljósum stöðum þar sem almennir borgarar leita sér skjóls og aðstoðar. Það er ekkert óvart við skotmörkin sem Ísrael velur sér. Hvaða ríki sem vill selja þá ímynd út á við að þeim sé annt um almenna borgara og öryggi þeirra, sprengir bílalest sjúkrabíla? Og ef að ástæðan er sú að þið gleypið gjörsamlega við bleikþvotti Ísraela að þá vil ég bara minna ykkur á að ríkisstjórnin sem þar situr samanstendur af öfgahægri flokkum sem hafa þá stefnu að vera á móti réttindum LGBT fólks og á móti of miklum réttindum kvenna. Svona fyrir utan að vera á móti tveggja ríkja lausn í deilum Ísraels og Palestínu. Ekki má gleyma spillingu Netanyahu og dómsmálin sem höfðuð hafa verið gegn honum. Hvernig er þessi stjórn betri en t.d. Fatah á Vesturbakkanum? Haldið þið að það sé hagur almennra borgara í Ísrael að lifa við fasistastjórn, þar sem að mótmæli geta kostað þig vinnuna og jafnvel lífið? Ísraelar eiga líka að fá að búa við frið og án ótta við árásir á sig og sína. Ef þið sjáið ekki sóma ykkar í því að berjast gegn linnulausum morðum á saklausum borgurum og þjóðarmorði, í guðana bænum segið af ykkur svo að við getum kosið á ný. Þið eigið ekkert erindi í stjórnmál ef þið ætlið bara að sitja hjá á meðan að lífið er murkað úr Palestínumönnum. Höfundur er öryggis- og varnamálafræðingur og fyrrum starfskona UNRWA, í Líbanon.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar