Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:01 Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Samgöngur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar