Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 10:49 Í skilaboðunum er sérstaklega talað um að Írak sé í stöðu til að hafa áhrif. Getty/NurPhoto/Morteza Nikoubazl „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Í skilaboðunum segir meðal annars að Írak sé mikilvægt ríki á svæðinu og geti sem slíkt gengt lykilhlutverki í að þrýsta á Bandaríkin og „hernámsstjórnina“ um að stöðva blóðbaðið á Gasa og breyta nálgun sinni gagnvart Arabaríkjunum. „Bandaríkin eru vitorðsmaður Zíonistana í glæpum þeirra gegn Gasa. Án vopna og pólitísks stuðnings munu stjórnvöld Zíonista ekki geta haldið áfram,“ segir í skilaboðunum. Þá segir að því lengur sem stríðið standi yfir því augljósari verði hlutdeild Bandaríkjamanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um nágrannaríki Ísrael og Palestínu síðustu daga, bæði til að freista þess að forða því að yfirstandandi átök breiðist út og til að tala fyrir mannúðarhléi. Ísraelsmenn sæta auknum þrýstingi um að láta af hernaði sínum á Gasa en þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks um að flýja suður þar sem hernaðaraðgerðir standi yfir í norðurhlutanum, eru enn gerðar árásir á suðurhlutann. Forsvarsmenn margra helstu stofnana Sameinuðu þjóðanna sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kallað var eftir tafaralausu vopnahlé af mannúðarástæðum. Þá birtu samtökin færslu á X/Twitter í morgun þar sem greint var frá því að eitt barn létist og tvö særðust á tíu mínútna fresti.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira